Fræ

Fræ var fyrsta verkefni sérsviðs. Var hverjum nemanda úthlutað ákveðnu fyrirtæki og fékk ég gróðrarstöðina Fræ. Verkefnið fólst svo í að hanna kennimerki og önnur gögn fyrir opnun áðurnefnds fyrirtækis. Í upphafi hannaði ég kennimerkið og mér fannst mikilvægt að hönnunin væri einföld en endurspeglaði um leið hlutverk fyrirtækisins. Að lokinni kennimerkjagerð tók við auglýsingaherferð en hún samanstóð af veggspjaldi, dreifibréfi, auglýsingum, skjámiðlaauglýsingum og aukahlutum.

Ég valdi að hafa umhverfisábyrgð og græna stefnu að sjónarmiði þegar ég hannaði útlit auglýsingaherferðarinnar og nýtti náttúrulega liti og efni sem mér fannst endurspegla vel tilgang fyrirtækisins og stefnu þess.

auglýsingar
Billboard og Bréfsefni
Dreifibréf
brandbók
Menu