Antíkva
Antíkva var lokaverkefni fyrri annar. Um var að ræða sköpun á kynningarefni fyrir nýtt íslenskt fyrirtæki. Í mínu tilfelli varð fyrir valinu bókaverslun sem opna átti í byrjun desember og lagði ég því áherslu á jólabókaflóðið og annað tengt jólahátíðinni. Í upphafi fór í gang hugmyndavinna þar sem nafn á fyrirtæki var valið sem og einkunnarorð. Antíkva var nafnið sem ég valdi, en það er bein tilvísun í antíkvaletrið sem finna má í meginmáli flestra útgefinna bóka. Einkunnarorðin voru hugurinn ber þig alla leið, sem mér finnst eiga vel við.
Eftir eiginlega hönnunarvinnu hófst gerð á kennimerki en mér fannst það þurfa að vera nútímalegt og lýsa vel tilgangi fyrirtækisins. Að lokum varð fyrir valinu opin bók sem myndar bókstafinn A. Meginhluti verkefnisins sneri að auglýsingaherferð fyrir Antíkvu. Útbúa átti A5 bækling fyrir birgja, A4 bækling, skjámiðlaauglýsingu auk gjafabréfs, klippikorts, plakats og dagblaðsauglýsingar. Afraksturinn má sjá hér að neðan og er ég sérlega stolt af útkomunni.